Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 17:08 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla hringdi beint í utanríksiráðherra. Vísir Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins tilkynntu Ársæli Guðmundssyni, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla, á fundi að embætti skólameistarans yrði auglýst til umsóknar. Í kjölfar fundarins hafði Ársæll samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, sem Rúv greindi fyrst frá en fréttastofa hefur undir höndum, segir að Þorgerður upplýsti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að embætti skólameistarans yrði auglýst. Ákvörðunin olli usla í samfélaginu en fyrr á árinu hringdi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Ársæl vegna Nike-skópars barnabarns hennar sem hurfu. Að sögn Ársæls hellti Inga sig yfir hann og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Hugmyndir uppi um færri skólameistara Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, olli töluverðum usla í samfélaginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hana en fyrir þingfund þann 4. desember sendi aðstoðarmaður Guðmundar aðstoðarmanni Kristrúnar talpunkta fyrir fundinn. Í punktunum segir að á fundi Ársæls með fulltrúum ráðuneytisins hafi hvergi komið fram að starfskrafta hans væri ekki óskað og gæti hann sótt um stöðuna líkt og aðrir. Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu en til stendur að koma upp svæðisskrifstofum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um aðra skólameistara en í sviga segir að tekin verður ákvörðun um framtíð þriggja skólameistara á næsta ári. Einnig kemur fram að hver skólameistari sé í raun embættismaður og hugmyndir séu uppi um að það gæti breyst með mögulegri fækkun sýslumannsembætta. Nokkrum dögum eftir að Ársæli var tilkynnt að staða hans yrði auglýst fékk Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, að heyra í útvarpsfréttum að staða hans yrði einnig auglýst til umsóknar. Áðurnefndar svæðisskrifstofur séu gríðarleg breyting samkvæmt talpunktunum og ákveðin óvissa ríkir á meðan breytingarferlið er í gangi. Guðmundur tilkynnti í september að hann hygðist setja á laggirnar fjórar til sex skrifstofur víðs vegar um landið sem ættu að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins tilkynntu Ársæli Guðmundssyni, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla, á fundi að embætti skólameistarans yrði auglýst til umsóknar. Í kjölfar fundarins hafði Ársæll samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, sem Rúv greindi fyrst frá en fréttastofa hefur undir höndum, segir að Þorgerður upplýsti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að embætti skólameistarans yrði auglýst. Ákvörðunin olli usla í samfélaginu en fyrr á árinu hringdi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Ársæl vegna Nike-skópars barnabarns hennar sem hurfu. Að sögn Ársæls hellti Inga sig yfir hann og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Hugmyndir uppi um færri skólameistara Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, olli töluverðum usla í samfélaginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hana en fyrir þingfund þann 4. desember sendi aðstoðarmaður Guðmundar aðstoðarmanni Kristrúnar talpunkta fyrir fundinn. Í punktunum segir að á fundi Ársæls með fulltrúum ráðuneytisins hafi hvergi komið fram að starfskrafta hans væri ekki óskað og gæti hann sótt um stöðuna líkt og aðrir. Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu en til stendur að koma upp svæðisskrifstofum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um aðra skólameistara en í sviga segir að tekin verður ákvörðun um framtíð þriggja skólameistara á næsta ári. Einnig kemur fram að hver skólameistari sé í raun embættismaður og hugmyndir séu uppi um að það gæti breyst með mögulegri fækkun sýslumannsembætta. Nokkrum dögum eftir að Ársæli var tilkynnt að staða hans yrði auglýst fékk Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, að heyra í útvarpsfréttum að staða hans yrði einnig auglýst til umsóknar. Áðurnefndar svæðisskrifstofur séu gríðarleg breyting samkvæmt talpunktunum og ákveðin óvissa ríkir á meðan breytingarferlið er í gangi. Guðmundur tilkynnti í september að hann hygðist setja á laggirnar fjórar til sex skrifstofur víðs vegar um landið sem ættu að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira