Scott Parker er ekki á leið frá Newcastle og það tekur því ekki einu sinni að ræða þann möguleika. Þetta sagði Glenn Roeder, stjóri Newcastle, þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann og Nigel Reo-Cocker hjá West Ham myndu skipta um lið í janúar.
“Ég heyrði af þessari sögu og hún fékk mig til að hlæja,” sagði Roeder sem ætlar að byggja lið sitt upp í kringum Parker á næstu árum. Vitað er að Reo-Cocker var ekki sáttur með þá ákvörðun Eggerts Magnússonar að reka Alan Pardew, og var jafnvel talið að hann myndi vilja fara frá félaginu. Hann er þó allavega ekki á leið til Newcastle í skiptum fyrir Parker.
“Ég lét Parker ekki taka við fyrirliðabandinu af Alan Shearer til að selja hann. Svona bull pirrar mig í sannleika sagt. Þetta er þvílík fjarstæða. Ég sé Parker fyrir mér sem fyrirliði Newcastle næstu árin,” sagði Roeder.