Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót 28. desember 2006 18:30 Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga." Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga."
Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira