Þúsund tonn og hörkusamkeppni 28. desember 2006 18:43 Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið. Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. Í fyrra var flugeldasala umfram væntingar og er talið að hún hafi hlaupið á rúmlega hálfum milljarði. Eins og fyrri ár er gert ráð fyrir salan aukist og talan verði enn hærri í ár. Gylfi Sævarsson formaður Flugbjörgunarsveinarinnar Ársæls segir einkaaðila reyna að komast inn á kúnnahóp Landsbjargar með því að líkja eftir litavali skilta, auglýsinga og blikkljósa. Flugbjörgunarsveitin Ársæll er með flugeldasölu í Grandagarði. Um nokkura ára skeið hefur þeim fundist einkaaðili í nágrenninu þrengja óþægilegaað þeim en nú er keyri um þverbak þar sem hann sé kominn í næsta hús. Gylfi segist hafa fengið ábendingar frá fólki eftir áramót að það héldi að það væri að kaupa af björgunarsveit, en var í raun að kaupa af einkaaðila. Einar Ólafsson flugeldasali rekur þrettán flugeldasölur. Hann hafnar því að reyna að líkja eftir landsbjörgu og segir stefnuna hjá sér að vera öðruvísi en björgunarsveitirnar. Hann er hlynntur samkeppni og segir það sjónarmið útaf fyrir sig að Landsbjörg og önnur félagasamtök fái að sitja ein að þessum markaði. "Er ekki Bónus og Hagkaup hlið við hlið, og Krónan á móti? Ég sé engan mun á því." Gylfi segir flugeldasöluna vera aðaltekjulind björgunarsveitanna enda hafi þær átt upphafið af þessari hefð. Hann segir nóg að vera í samkeppni við önnur félagasamtök, en finnst einkaaðilarnir færa sig um of upp á skaftið.
Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira