Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay hjá Blackburn er í miklum metum hjá stjóra sínum Mark Hughes, ef eitthvað er að marka ummæli framherjans fyrrverandi í dag. Hughes segir Tugay nægilega góðan til að vera hjá Barcelona.
Tugay er orðinn 36 ára gamall en hefur engu að síður sjaldan leikið betur á sínum ferli. "Hann hefur aldrei litið jafn vel út," segir Hughes.
"Sumir hafa spurt mig: "Vildirðu ekki að hann væri 10 árum yngri?" Ég segi á móti "nei" því ef hann væri 26 ára væri hann hjá Barcelona, ekki Blackburn," segir Hughes.