Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu 29. desember 2006 18:43 Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði. Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira