Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu.
“Þótt að hann fái ekki að spila í öllum leikjum þýðir það ekki að við þjálfararnir höfum misst trúna á hann,” sagði Flores um hinn 33 ára gamla Ayala.
“Við höfum farið yfir stöðuna og hans mál og trúum því staðfastlega að hann nái upp fyrra formi. Ayala hefur leikið undir getu á þessu tímabili en ég er viss um að hann mun sanna mikilvægi sitt í liðinu á næsta ári,” bætti hann við.