Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum.
„Þetta var frábær frammistaða hjá okkur. Eftir tapið gegn Blackburn þurftum við að sýna karakter og það tókst í þessum leik. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og skoruðum á mjög góðum tíma. Tottenham setti okkur undir pressu undir lokin en vinnusemin í leikmönnunum var frábær," sagði sigurreifur Rafael Benítez, stjóri Liverpool, í leikslok.