Enski boltinn

Rossi fer ekki aftur til Newcastle

Giuseppe Rossi hefur ekki fengið mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá Newcastle.
Giuseppe Rossi hefur ekki fengið mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá Newcastle. MYND/Getty

Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja.

“Ég sé ekki tilganginn með því að lána leikmenn sem ég tel að geti komið liðinu að góðum notum. Það getur ýmislegt komið upp á í okkar liði, leikbönn og meiðsli, og ég vill vera við öllu búinn. Rossi er gríðarlega efnilegur og þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og vonir stóðu til kemur hann til baka frá Newcastle sem reyndari og betri leikmaður,” segir Ferguson.

Rossi byrjaði inn á í aðeins fimm leikjum á þeim fjórum mánuðum sem hann var á mála hjá Newcastle. Hann verður nú fimmti framherji Man. Utd. en fyrir framan hann í goggunarröðinni eru Wayne Rooney, Louis Saha, Ole Gunnar Solskjær og Henrik Larsson – í þá þrjá mánuði sem hann verður á láni hjá enska félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×