Fótbolti

Zidane vinsælastur í Frakklandi

Eitt eftirminnilegasta augnablik íþróttasögunnar - Zinedine Zidane nýbúinn að skalla Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í sumar.
Eitt eftirminnilegasta augnablik íþróttasögunnar - Zinedine Zidane nýbúinn að skalla Marco Materazzi í úrslitaleiknum á HM í sumar. MYND/Getty

Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna.

Zidane varð fyrstur í valinu en í öðrum sæti var fyrrum tennisspilarinn Yannick Noah. Þar fyrir aftan komu síðan söngvararnir Charles Aznavour og Johnny Hallyday en fimmti varð leikarinn Gerard Depardieu. Zidane hafði áður orðið hlutskarpastur í sambærilegri könnun fyrir sex mánuðum síðan – fyrir Heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×