Matvælaverð lækkar! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2007 04:45 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar - Enn og aftur lækkar núverandi þingmeirihluti skatta og gjöld. Þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á öll matvæli í 7%. Lækkun þessi nær einnig til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila. Allur þorri matvæla bar áður 14% skatt og nokkar vörur 24,5%. En lækkunin tekur til fleiri þátta, virðisaukaskattur á annarri vöru og þjónustu sem var í 14% þrepi lækkar í 7%. Þar er m.a. um að ræða hótel og gistihús, afnotagjald útvarps- og sjónvarpsstöðva, tímarit, dagblöð, bækur, heitt vatn, rafmagn, geisladiska og aðgang að vegamannvirkjum. Það er sérstaklega ánægjulegt að það virðist vera nokkuð breið samstaða um málið á Alþingi en fram til þessa hefur stjórnarandstaðan barist mjög hart gegn öllum skattalækkunum, hvort sem er tekjuskattslækkunum eða eignarskattslækkunum. Barátta þeirra gegn eignaskattslækkunum var sérstaklega athyglisverð þar sem lækkun þess skatts var mikil kjarabót fyrir eldri borgara en um 16 þúsund einstaklingar 66 ára og eldri greiddu þann skatt. Afnám hans var því kjarabót sem nam tugum þúsunda á hverju ári að meðaltali fyrir þann hóp. Einn af fyrirrennurum Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn sálugi, barðist alla tíð mjög hart gegn lækkun matarskatts. Þegar Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til lækkun matarskatts í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-sóknarflokks árið 1988 sprengdi þáverandi formaður Alþýðuflokksins ríkisstjórnina með þeim orðum að slík tillaga væri rýtingsstunga! Lækkun skatta og gjalda á matvælum er samt sem áður einungis skref í þá átt að lækka enn frekar innflutningsgjöld og opna enn frekar okkar markaði fyrir verslun með landbúnaðarvörur. Á sama hátt eigum við að afnema gjöld á afurðum til landbúnaðarframleiðslu. Það þarf hinsvegar fleira til en lækkun gjalda til að ná niður matarverði. T.d kostar baguette-brauð í Parísarborg 80 krónur en í Reykjavík 290 krónur. Ég veit reyndar ekki hvaða gjöld er hægt að lækka til að ná Parísarverðinu enda eru engin innflutningsgjöld á hveiti hér á landi. Höfundur er alþingismaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun