Fjölskyldufyrirtæki með starfsemi um heim allan 21. mars 2007 00:01 Nicolas Jones „Viðskiptahliðin hefur alltaf verið í forgrunni í starfsemi og vexti Gallo,“ segir Nicolas Jones, markaðsstjóri Gallo á Norðurlöndum. Hann segir fyrirtækið engu að síður íhaldssamt og varkárt í útrás sinni. Ástæða þess sé að þrátt fyrir að vera fjölþjóðlegt risafyrirtæki ráði enn ferðinni andi fjölskyldufyrirtækisins þar sem hagur komandi kynslóða sé hafður í fyrirrúmi. MYND/Valli Gallo er eitt af þekktustu og umsvifamestu vínfyrirtækjum heims. Fyrirtækið var stofnað eftir afnám vínbanns í Bandaríkjunum árið 1933 af bræðrunum Ernest og Julio Gallo. Sérstaða fyrirtækisins meðal vínframleiðenda felst ekki síst í að áherslan hefur alla tíð verið á að vöxt og viðgang með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Segja má að árangur Gallo í samkeppni við aðra framleiðendur sé afsprengi innri samkeppni í fyrirtækinu sem þar hefur verið við lýði allt frá stofnun. Eina rómantíkin sem Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður bandaríska vínframleiðandans Gallo, tengir við iðn sína er þegar tappi er dreginn úr flösku að kvöldi dags og víngerðarmaðurinn getur notið þess í blíðviðri með glas í hönd að horfa yfir ekru sína. Að öðru leyti segir hann að víngerð sé bara erfiðisvinna og langt því frá að vera rómantísk. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn.“ MYND/ValliJulio Gallo sá um víngerðina og Ernest Gallo um markaðshliðina. Milli bræðranna var metingur og sagðist Julio ávallt geta framleitt meira vín en hinn gæti selt. Ernest sagðist á móti geta selt meira en hinn gæti framleitt. Þessi slagur hefur viðhaldist. Báðir þeir bræður eru nú fallnir frá, Julio lést í bílslysi árið 1993 og Ernest í byrjun þessa mánaðar. Sonur Ernests tók við rekstrinum fyrir allnokkru en alls starfa um fimmtán afkomendur þeirra bræðra um þessar mundir hjá vínsamstæðunni. „Og það merkilega er að þeir skiptast í deildir eftir sömu línum og lagðar voru í upphafi hjá þeim bræðrum. Afkomendur Julios starfa við framleiðsluna en afkomendur Ernests starfa á markaðssviðinu," segir Nicolas Jones, svæðisstjóri Gallo á Norðurlöndum. Áhersla Gallo hefur alltaf verið á að framleiða gæðavín í magni á viðráðanlegu verði. Á áttunda áratugnum bættist svo einnig við framleiðsla hágæðavína og segir Nicolas að þarna styðji hvað annað. „Þegar fólk hefur lært að drekka vín og hefur smitast af bakteríunni, þá viljum við líka verða fyrsta val þegar kemur að úrvalsvíni."Nicolas segir að utan Bandaríkjanna sé Bretland helsta markaðssvæði Gallo vína. „Gallo er hins vegar með framleiðslu sína til sölu í níutíu löndum. Þá hefur verið komið á fót söluskrifstofum í fjórum löndum, fyrir utan höfuðstöðvarnar í Modesto í Kalíforníu og skrifstofu fyrirtækisins í Miami í Bandaríkjunum. Skrifstofurnar eru í Toronto í Kanada, í Lundúnum, í Frankfurt í Þýskalandi, í Tokýó í Japan." Hann segir markmið fyrirtækisins að vera leiðandi framleiðandi og umboðsaðili nýjaheimsvína um heim allan. Þannig sé Gallo ekki bara með framleiðslu í Bandaríkjunum, heldur hafi einnig keypt víngerðir í Ástralíu og í Chíle.„Ferlið er þá þannig að við tökum höndum saman með framleiðandanum sem við kaupum. Gott dæmi er McWilliams-vínframleiðslan ástralska. Við höfum engan áhuga á því að umbreyta þeim framleiðendum sem við kaupum heldur erum við fremur að leita að samstarfsaðilum." Vín frá Gallo eru seld í 23 löndum Evrópu en Evrópa er enn sem komið er helsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins. Starfsemin er umfangsmikil, en á heimsvísu starfa um 4.600 manns hjá Gallo. Fyrirtækið framleiðir um 80 milljónir kassa af víni á ári hverju að því áætlað er. Það eru nokkuð margar flöskur, því í kassanum eru 12 flöskur. Ársframleiðslan er því rétt undir milljarði flaskna. Undir merkjum Gallo segir Nicolas Jones hins vegar framleidda 12 milljónir kassa árlega og að um fimmtungur fari til útflutnings meðan afgangurinn sé seldur innan Bandaríkjanna.„Við höfum heldur haldið að okkur höndum þegar kemur að útrás til Austurblokkarinnar," segir Nicolas og vísar til þess að á heimsyfirráðakorti Gallo er áberandi gloppa þegar kemur að Rússlandi og fyrrum Sovétríkjum. „Við höfum ekki viljað hefja markaðssókn þar fyrr en við erum vissir um að aðstæður eru réttar og við getum tekist á við verkefnið af fullum þunga." Þarna segir hann að ráði ekki minnstu sá andi sem ríki í fyrirtækinu. „Þrátt fyrir að vera orðið jafnstórt og fjölþjóðlegt og raun ber vitni er Gallo samt sem áður fjölskyldufyrirtæki. Og sem slíkt er stefnan að bera hag komandi kynslóða fyrir brjósti, kynslóðanna sem erfa eiga fyrirtækið og taka við því. Verið getur að í þessu sé fólgin ákveðin áhættufælni. Allar ákvarðanir eru teknar til lengri tíma og hvergi anað út í hluti."Nicolas segir mikla áherslu lagða á markaðshlið starfsemi Gallo. Þannig sé til dæmis mjög mikið lagt upp úr markaðsrannsóknum og stöðugt séu umfangsmiklar slíkar rannsóknir í gangi. „Á minni skrifstofu gerum við til dæmis árlega neytendarannsókn í einhverju Norðurlandanna. Við viljum vita hvað það er sem ræður vali neytandans á víni og eftir hverju fólk er að leita. Á þessu getur munað miklu milli markaðssvæða, en við viljum sjá fólkinu fyrir því sem það langar helst í."Mikill vöxtur hefur verið í víngeiranum á heimsvísu, en heldur hefur þó dregið úr honum núna. „Framtíðarvöxtur Gallo verður því fremur í því að taka markaðshlutdeild frá öðrum en að vinna nýja markaði," segir Nicolas. Hann telur þó að hér á landi sé rúm fyrir landvinninga því ársneysla sé ekki ýkja mikil miðað við höfðatölu. Hér nemi neysla ekki nema um tíu lítrum á mann á ársvísu sem sé svipað og í Bandaríkjunum. „Ísland er náttúrulega ekki víngerðarland og talan því eðlileg, en í Bandaríkjunum er hún mjög lág." Hann bendir á að neysla í Svíþjóð nemi um 15 lítrum á mann á ári hverju og 21 lítra á mann í Bretlandi. Í grónu víngerðarlandi eins og Frakklandi nemur ársneysla á mann hins vegar 56 lítrum. Í Þýskalandi er bjórinn væntanlega fyrirferðarmeiri, en þar nemur ársneysla 25 lítrum.Vínneysla þjóðaSamantekt Gallo á víndrykkju þjóða þar sem mældir eru lítrar á mann.Land og lítrar á áriÍsland - 10 Bandaríkin - 10 Svíþjóð - 15 Holland - 20 Bretland - 21 Þýskaland - 24 Írland - 33 Spánn - 33 Ítalía - 51 Frakkland - 56E. & J. Gallo Víngerð í 75 árFjórði áratugurinnVíngerðin stofnuð í ágúst 1933. Bygging hefst á annarri framleiðslustöð í Modesto árið 1936. Víngerð berst í bökkum og margar fara á hausinn. Milli 1934 og 1938 fækkar framleiðendum í Kaliforníu úr 800 í 212.Fimmti áratugurinn Fjölskyldunafnið Gallo sést fyrst á borðvíni árið 1940. Árið 1942 kaupa Gallo-bræður „American Vineyard“ í Livingston í Kaliforníu.Eftirspurn verður til þess að fjölbreytni er aukin í framleiðslunni. Árið 1947 eru vín frá Gallo orðin þau mest seldu í Kaliforníu.Sjötti áratugurinnÁrið 1954 er Gallo mest selda vínið í Bandaríkjunum. Fyrsta vínframleiðslurannsóknastofan opnuð í Modesto-vínstöðinni. Árið 1958 er hagkvæmni aukin með því að Gallo kaupir glersmiðju og framleiðir eigin flöskur.Markaðssetning fær á sig svip með námskeiðum fyrir sölumenn. Gallo er í fararbroddi við kynningu á vínum í Banda-ríkjunum, en þau nutu lítilla vinsælda framan af.Sjöundi áratugurinnLeikarinn Don Kent syngur lag fyrir Gallo í sjónvarpsauglýsingum sem ná yfir öll Bandaríkin. Árið 1964 er Gallo Hearty Burgundy sett á markað og nær miklum vinsældum.Samhæfingarmiðstöð vínberjaframleiðslu er stofnsett árið 1965. Árið 1967 tekur Gallo að semja við berjaframleiðendur til lengri tíma, gegn því að umætur í ræktun verði innleiddar.Árið 1968 taka Bandaríkjamenn við sér í víndrykkju og vínmenning eykst.Áttundi áratugurinn Einkunnarorð Gallo um virðingu fyrir náttúrunni í framleiðslu, um leið og nýjasta tækni sé nýtt til að tryggja gæði, eru kynnt til sögunnar.Ernest og Julio, stofnendur Gallo, birtast á forsíðu TIME árið 1972. Fjölskyldan tekur að kaupa ekrur í Sonoma County og enn er bætt við framleiðslulínum.Níundi áratugurinn Seinni „vínbylgjan“ gengur yfir Kaliforníu. Gallo Chardonnay fer í dreifingu árið 1981 og við bætist Cabernet Sauvignon árið 1982.Árið 1981 opnar Gallo alþjóðaskrifstofu í Kanada. Árið 1983 opnar Gallo skrifstofu í Lundúnum. Sama ár tekur Gallo að merkja vín sín með framleiðsluári.Tíundi áratugurinn Ný kynslóð víngerðarmanna Gallo heldur uppi merki fjölskyldunnar. Árið 1993 koma á markað fyrstu Gallo Estate vínin. Vín frá Gallo vín eru seld í meira en hundrað löndum.Ný öld Víngerð Gallo nýtur alþjóðaviðurkenningar fyrir umhverfisstefnu sína. Teymi víngerðarmanna í Heraldsburg og Livingston koma á umbótum hvarvetna í framleiðsluferli Gallo.„Prufuframleiðslustöðvar“ eru stofnsettar og búa til ótal víngerðir á ári hverju til að prófa ólíkar framleiðsluaðferðir.Heildstæð lína borðvína með vínum frá bæði Sonoma County og Kaliforníuvínum er kynnt til sögunnar undir merkinu Gallo Family Vineyards. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gallo er eitt af þekktustu og umsvifamestu vínfyrirtækjum heims. Fyrirtækið var stofnað eftir afnám vínbanns í Bandaríkjunum árið 1933 af bræðrunum Ernest og Julio Gallo. Sérstaða fyrirtækisins meðal vínframleiðenda felst ekki síst í að áherslan hefur alla tíð verið á að vöxt og viðgang með viðskiptasjónarmið að leiðarljósi. Segja má að árangur Gallo í samkeppni við aðra framleiðendur sé afsprengi innri samkeppni í fyrirtækinu sem þar hefur verið við lýði allt frá stofnun. Eina rómantíkin sem Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður bandaríska vínframleiðandans Gallo, tengir við iðn sína er þegar tappi er dreginn úr flösku að kvöldi dags og víngerðarmaðurinn getur notið þess í blíðviðri með glas í hönd að horfa yfir ekru sína. Að öðru leyti segir hann að víngerð sé bara erfiðisvinna og langt því frá að vera rómantísk. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn.“ MYND/ValliJulio Gallo sá um víngerðina og Ernest Gallo um markaðshliðina. Milli bræðranna var metingur og sagðist Julio ávallt geta framleitt meira vín en hinn gæti selt. Ernest sagðist á móti geta selt meira en hinn gæti framleitt. Þessi slagur hefur viðhaldist. Báðir þeir bræður eru nú fallnir frá, Julio lést í bílslysi árið 1993 og Ernest í byrjun þessa mánaðar. Sonur Ernests tók við rekstrinum fyrir allnokkru en alls starfa um fimmtán afkomendur þeirra bræðra um þessar mundir hjá vínsamstæðunni. „Og það merkilega er að þeir skiptast í deildir eftir sömu línum og lagðar voru í upphafi hjá þeim bræðrum. Afkomendur Julios starfa við framleiðsluna en afkomendur Ernests starfa á markaðssviðinu," segir Nicolas Jones, svæðisstjóri Gallo á Norðurlöndum. Áhersla Gallo hefur alltaf verið á að framleiða gæðavín í magni á viðráðanlegu verði. Á áttunda áratugnum bættist svo einnig við framleiðsla hágæðavína og segir Nicolas að þarna styðji hvað annað. „Þegar fólk hefur lært að drekka vín og hefur smitast af bakteríunni, þá viljum við líka verða fyrsta val þegar kemur að úrvalsvíni."Nicolas segir að utan Bandaríkjanna sé Bretland helsta markaðssvæði Gallo vína. „Gallo er hins vegar með framleiðslu sína til sölu í níutíu löndum. Þá hefur verið komið á fót söluskrifstofum í fjórum löndum, fyrir utan höfuðstöðvarnar í Modesto í Kalíforníu og skrifstofu fyrirtækisins í Miami í Bandaríkjunum. Skrifstofurnar eru í Toronto í Kanada, í Lundúnum, í Frankfurt í Þýskalandi, í Tokýó í Japan." Hann segir markmið fyrirtækisins að vera leiðandi framleiðandi og umboðsaðili nýjaheimsvína um heim allan. Þannig sé Gallo ekki bara með framleiðslu í Bandaríkjunum, heldur hafi einnig keypt víngerðir í Ástralíu og í Chíle.„Ferlið er þá þannig að við tökum höndum saman með framleiðandanum sem við kaupum. Gott dæmi er McWilliams-vínframleiðslan ástralska. Við höfum engan áhuga á því að umbreyta þeim framleiðendum sem við kaupum heldur erum við fremur að leita að samstarfsaðilum." Vín frá Gallo eru seld í 23 löndum Evrópu en Evrópa er enn sem komið er helsti útflutningsmarkaður fyrirtækisins. Starfsemin er umfangsmikil, en á heimsvísu starfa um 4.600 manns hjá Gallo. Fyrirtækið framleiðir um 80 milljónir kassa af víni á ári hverju að því áætlað er. Það eru nokkuð margar flöskur, því í kassanum eru 12 flöskur. Ársframleiðslan er því rétt undir milljarði flaskna. Undir merkjum Gallo segir Nicolas Jones hins vegar framleidda 12 milljónir kassa árlega og að um fimmtungur fari til útflutnings meðan afgangurinn sé seldur innan Bandaríkjanna.„Við höfum heldur haldið að okkur höndum þegar kemur að útrás til Austurblokkarinnar," segir Nicolas og vísar til þess að á heimsyfirráðakorti Gallo er áberandi gloppa þegar kemur að Rússlandi og fyrrum Sovétríkjum. „Við höfum ekki viljað hefja markaðssókn þar fyrr en við erum vissir um að aðstæður eru réttar og við getum tekist á við verkefnið af fullum þunga." Þarna segir hann að ráði ekki minnstu sá andi sem ríki í fyrirtækinu. „Þrátt fyrir að vera orðið jafnstórt og fjölþjóðlegt og raun ber vitni er Gallo samt sem áður fjölskyldufyrirtæki. Og sem slíkt er stefnan að bera hag komandi kynslóða fyrir brjósti, kynslóðanna sem erfa eiga fyrirtækið og taka við því. Verið getur að í þessu sé fólgin ákveðin áhættufælni. Allar ákvarðanir eru teknar til lengri tíma og hvergi anað út í hluti."Nicolas segir mikla áherslu lagða á markaðshlið starfsemi Gallo. Þannig sé til dæmis mjög mikið lagt upp úr markaðsrannsóknum og stöðugt séu umfangsmiklar slíkar rannsóknir í gangi. „Á minni skrifstofu gerum við til dæmis árlega neytendarannsókn í einhverju Norðurlandanna. Við viljum vita hvað það er sem ræður vali neytandans á víni og eftir hverju fólk er að leita. Á þessu getur munað miklu milli markaðssvæða, en við viljum sjá fólkinu fyrir því sem það langar helst í."Mikill vöxtur hefur verið í víngeiranum á heimsvísu, en heldur hefur þó dregið úr honum núna. „Framtíðarvöxtur Gallo verður því fremur í því að taka markaðshlutdeild frá öðrum en að vinna nýja markaði," segir Nicolas. Hann telur þó að hér á landi sé rúm fyrir landvinninga því ársneysla sé ekki ýkja mikil miðað við höfðatölu. Hér nemi neysla ekki nema um tíu lítrum á mann á ársvísu sem sé svipað og í Bandaríkjunum. „Ísland er náttúrulega ekki víngerðarland og talan því eðlileg, en í Bandaríkjunum er hún mjög lág." Hann bendir á að neysla í Svíþjóð nemi um 15 lítrum á mann á ári hverju og 21 lítra á mann í Bretlandi. Í grónu víngerðarlandi eins og Frakklandi nemur ársneysla á mann hins vegar 56 lítrum. Í Þýskalandi er bjórinn væntanlega fyrirferðarmeiri, en þar nemur ársneysla 25 lítrum.Vínneysla þjóðaSamantekt Gallo á víndrykkju þjóða þar sem mældir eru lítrar á mann.Land og lítrar á áriÍsland - 10 Bandaríkin - 10 Svíþjóð - 15 Holland - 20 Bretland - 21 Þýskaland - 24 Írland - 33 Spánn - 33 Ítalía - 51 Frakkland - 56E. & J. Gallo Víngerð í 75 árFjórði áratugurinnVíngerðin stofnuð í ágúst 1933. Bygging hefst á annarri framleiðslustöð í Modesto árið 1936. Víngerð berst í bökkum og margar fara á hausinn. Milli 1934 og 1938 fækkar framleiðendum í Kaliforníu úr 800 í 212.Fimmti áratugurinn Fjölskyldunafnið Gallo sést fyrst á borðvíni árið 1940. Árið 1942 kaupa Gallo-bræður „American Vineyard“ í Livingston í Kaliforníu.Eftirspurn verður til þess að fjölbreytni er aukin í framleiðslunni. Árið 1947 eru vín frá Gallo orðin þau mest seldu í Kaliforníu.Sjötti áratugurinnÁrið 1954 er Gallo mest selda vínið í Bandaríkjunum. Fyrsta vínframleiðslurannsóknastofan opnuð í Modesto-vínstöðinni. Árið 1958 er hagkvæmni aukin með því að Gallo kaupir glersmiðju og framleiðir eigin flöskur.Markaðssetning fær á sig svip með námskeiðum fyrir sölumenn. Gallo er í fararbroddi við kynningu á vínum í Banda-ríkjunum, en þau nutu lítilla vinsælda framan af.Sjöundi áratugurinnLeikarinn Don Kent syngur lag fyrir Gallo í sjónvarpsauglýsingum sem ná yfir öll Bandaríkin. Árið 1964 er Gallo Hearty Burgundy sett á markað og nær miklum vinsældum.Samhæfingarmiðstöð vínberjaframleiðslu er stofnsett árið 1965. Árið 1967 tekur Gallo að semja við berjaframleiðendur til lengri tíma, gegn því að umætur í ræktun verði innleiddar.Árið 1968 taka Bandaríkjamenn við sér í víndrykkju og vínmenning eykst.Áttundi áratugurinn Einkunnarorð Gallo um virðingu fyrir náttúrunni í framleiðslu, um leið og nýjasta tækni sé nýtt til að tryggja gæði, eru kynnt til sögunnar.Ernest og Julio, stofnendur Gallo, birtast á forsíðu TIME árið 1972. Fjölskyldan tekur að kaupa ekrur í Sonoma County og enn er bætt við framleiðslulínum.Níundi áratugurinn Seinni „vínbylgjan“ gengur yfir Kaliforníu. Gallo Chardonnay fer í dreifingu árið 1981 og við bætist Cabernet Sauvignon árið 1982.Árið 1981 opnar Gallo alþjóðaskrifstofu í Kanada. Árið 1983 opnar Gallo skrifstofu í Lundúnum. Sama ár tekur Gallo að merkja vín sín með framleiðsluári.Tíundi áratugurinn Ný kynslóð víngerðarmanna Gallo heldur uppi merki fjölskyldunnar. Árið 1993 koma á markað fyrstu Gallo Estate vínin. Vín frá Gallo vín eru seld í meira en hundrað löndum.Ný öld Víngerð Gallo nýtur alþjóðaviðurkenningar fyrir umhverfisstefnu sína. Teymi víngerðarmanna í Heraldsburg og Livingston koma á umbótum hvarvetna í framleiðsluferli Gallo.„Prufuframleiðslustöðvar“ eru stofnsettar og búa til ótal víngerðir á ári hverju til að prófa ólíkar framleiðsluaðferðir.Heildstæð lína borðvína með vínum frá bæði Sonoma County og Kaliforníuvínum er kynnt til sögunnar undir merkinu Gallo Family Vineyards.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira