Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar 4. apríl 2007 09:15 DiCaprio og Knútur taka sig vel út á forsíðu Vanity Fair Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning