Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða 5. apríl 2007 08:45 Glitnir. Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Stærstu hluthafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomulag um sölu á öllum hlutum sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir forystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hendur. Unnið var að því að fínpússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum dráttum síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomulagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prentun. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign og af svipaðri stærðargráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtækinu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfunum áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveinsson og tengdir aðilar innleysa einnig verulegan hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í samskiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópnum og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöðunni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætlanir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bankanum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarfsemi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hluthafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir erlendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitnis, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira