Reina getur bætt fyrir syndir föður síns 5. maí 2007 12:30 Pepe Reina er líklega besti vítabani heimsins í dag. Hér ver hann víti Geremi í vikunni. NordicPhotos/GettyImages Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira