Að virkja ábyrgð Íslendinga 12. júní 2007 06:00 Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun