Glaði samgönguráðherrann Ögmundur Jónasson skrifar 13. júní 2007 02:30 Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar