Kraftmikil orkupólitík Katrín Júlíusdóttir skrifar 26. júní 2007 07:00 Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýr iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur slegið afar áhugaverðan tón í umræðunni um nýtingu okkar Íslendinga á orkuauðlindum. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík. Orkupólitík sem tekur mið af nútíð og framtíð, sem tekur mið af skynsamlegri nýtingu og náttúruvernd og tekur mið af uppbyggingu aukinnar fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Í áhugaverðu og frísklegu viðtali sem birtist við iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag bendir hann á að orkulindir okkar eru auðvitað ekki ótakmarkaðar og því mikilvægt fyrir okkur að fara vel yfir það hvernig við nýtum þessar auðlindir. Hann dregur sérstaklega fram að eitt stærsta tækifærið blasi við í hátækni- og þekkingariðnaði, sem er markaðurinn fyrir netþjónabú á Íslandi. Ég tel að það sé afar áhugaverður kostur að líta til slíkrar uppbyggingar hér á landi. Netþjónabú - mengunarlaus stóriðjaHér hefur iðnaðarráðherra hafið fyrir alvöru umræðu um uppbyggingu á mengunarlausri stóriðju hér á landi sem rekstur netþjónabúa svo sannarlega er. Það sem er ekki síst áhugavert við uppbyggingu netþjónabúa hér á landi er sú staðreynd að víða þar sem þau hafa verið rekin erlendis hefur byggst upp klasi hátæknifyrirtækja í kringum þau. Þetta fer því mjög vel saman við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að efla hátækniiðnað og sprotafyrirtæki á kjörtímabilinu og skapa með því kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt og útflutning íslenskra fyrirtækja. Auk þess sem þetta fellur vel að þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróðuhúsaloftegunda. Samfylkingin hefur lengi verið með það á sinni stefnuskrá að auka veg hátækniiðnaðar hér á landi með öflugum stuðningi sem tekur mið af þörfum þessara fyrirtækja allt frá því að þau spretta upp í formi sprotafyrirtækja og þar til þau verða fullburða hátæknifyrirtæki. Umræðan um uppbyggingu hátækniiðnaðar fléttast því mjög saman við alla orkupólitík. Miðað við þá stefnumörkun sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og áðurnefndu viðtali við Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er alveg ljóst að það eru spennandi tímar framundan í íslenskri orku- og atvinnupólitík. Og klingjandi klárt að stefnubreyting hefur orðið í iðnaðarráðuneytinu í þeim efnum. Vinstri grænir skila auðuHeimsóknir forstjóra alþjóðlegra álfyrirtækja hingað til lands hafa vakið mikla athygli enda fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Sýnir þetta okkur að eftirspurnin eftir orku á Íslandi er veruleg. Þingmenn Vinstri grænna hafa reynt að snúa þessum áhuga þessara fyrirtækja uppá ríkisstjórnina og haldið því fram að heimsóknir forstjóra álfyrirtækja sé merki um að stóriðjustefnan sé hér rekin af meiri krafti en áður. Þessir ágætu þingmenn hafa hinsvegar þagað þunnu hljóði um þá einu stóriðju sem iðnaðarráðherra hefur ljáð máls á, nefnilega hinni orkufreku grænu stóriðju sem rætt er um hér að ofan. Vinstri grænir hafa skilað auðu í þeim efnum. Ég leyfi mér að ætla að það sé vegna þess að það henti þeim betur að reyna að þyrla upp moldviðri með rangindum í stað þess að koma inn í hina orkupólitísku umræðu með uppbyggilegum hætti. Þeim er vorkunn, þeir byggja jú tilveru sína á því að hér sé rekin gamaldagsstóriðjustefna. Raunveruleikinn er bara að verða allt annar eins og áðurnefnt viðtal við iðnaðarráðherra ber svo sannarlega með sér. Við erum á hraðri leið inn í nýja tíma. Sátt milli nýtingar og verndarHin nýja orkupólitík felur einnig í sér að ríkisstjórnin ætlar að koma á sátt milli nýtingar og verndar á náttúru Íslands. Hin nýja orkupólitík er skynsöm pólitík sem tekur mið af verndun náttúruperlna. Stefna ríkisstjórnarinnar er því alveg skýr. Ljúka á gerð rammaáætlunar fyrir árslok 2009. Niðurstaðan verður síðan lögð fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verða ekki gefin út ný rannsóknar- eða nýtingarleyfi. Háhitasvæðin verða tekin til sérstakrar skoðunar og verndargildi þeirra metin sérstaklega. Þá segir einnig í stjórnarsáttmálanum að gerð verði skýr áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda. Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum fer vel saman við áðurnefnda stefnumörkun um uppbyggingu hátækniiðnaðarins og er undirstaðan í hinni nýju orkupólitík. Gefur þessi góða byrjun ríkisstjórnarinnar góð fyrirheit um það sem koma skal. Nefnilega kraftmikla og nútímalega orkupólitík. Það er enginn vafi í mínum huga að eitt stærsta verkefnið í íslenskum stjórnmálum á þessu kjörtímabili verður að móta hér alvöru orkupólitík.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun