Frelsi og ábyrgð 10. ágúst 2007 06:15 Umræður um skrílmennsku hafa lengi verið hefðbundinn eftirleikur frídags verslunarmanna. Í mörg ár hefur slík umræða um Akureyri lýst lágreistum bæjarbrag um þessa hefðbundnu hátíðahelgi. Samkvæmt almennri umræðuhefð er lögreglan yfirleitt dregin til ábyrgðar þegar ómenning af þessu tagi gengur svo langt að hún veldur almennri hneykslan eða eigna og líkamstjón hlýst af. Svo bíða menn þess venjulega að sagan endurtaki sig. Að þessu sinni eru fregnir af þessari miklu samkomuhelgi með öðru sniði en endranær. Sérstaklega á þetta við um Akureyri. Þar varð sú breyting á eftir mörg ár að skuggi féll ekki á menningarlega reisn bæjarins. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Bæjaryfirvöld gripu til ráðstafana í samráði við lögreglu. Þær sýnast hafa skilað tilætluðum árangri. En þá ætlar allt um koll að keyra. Fádæmi er að forystu- og ábyrgðarmaður bæjarfélags sæti slíkum árásum sem bæjarstjórinn á Akureyri þarf nú að þola fyrir ekki stærri sök en að bæta bæjarbraginn. Yfirleitt er það skrílmennska tiltölulega fárra sem eyðileggur og spillir umhverfinu. Því fer fjarri að þetta fyrirbrigði sé bundið við Akureyri. Dómsmálaráðherra dró mjög skarpa og þarfa ályktun af nýbreytninni frá Akureyri þegar hann á heimasíðu sinni komst þannig að orði: „Besta leiðin til að auka næturöryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar. Vegna skynsamlegra varúðarráðstafana á Akureyri sögðust ýmsir hafa misst spón úr aski sínum. Viðleitni til að sporna við hömlulausum veitingarekstri í miðborginni kann að koma við buddu einhvers. Þar eru þó minni hagsmunir í húfi en öryggi borgaranna sem seint verður metið til fjár." Kjarni málsins er sá að á viðfangsefnum eins og þessum er ævinlega fleiri en ein hlið. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur verið barinn með frumreglum frelsishugtaksins. Þær eru að vísu bæði heiðarlegt og málefnalegt vopn í þessari umræðu. En engu er líkara en menn hafi með öllu gleymt því að hin hliðin á því góða hugtaki er: Ábyrgð. Í mannlegu samfélagi er frelsi án ábyrgðar ekki til. Sú ábyrgð sem fylgir frelsinu felur meðal annars í sér rétt þeirra sem hana bera til þess að láta dyggðasjónarmið hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Frelsishugtakið getur þar af leiðandi ekki vikið til hliðar rétti og jafnvel skyldu bæjaryfirvalda til þess að gæta að góðum bæjarbrag og allsherjarreglu. Þetta á sérstaklega við ef aðrir sem ábyrgð bera hafa ekki með viðunandi árangri gætt að hlutverki sínu í þeim efnum. Þeir eru líka fáir sem komið hafa ómenningaryfirbragði á miðborg Reykjavíkur. En við því þarf að bregðast. Dómsmálaráðherra hefur því lög að mæla þegar hann skírskotar til ábyrgðar allra sem þar koma við sögu. Ábyrgð þeirra verður heldur ekki slitin frá frelsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Umræður um skrílmennsku hafa lengi verið hefðbundinn eftirleikur frídags verslunarmanna. Í mörg ár hefur slík umræða um Akureyri lýst lágreistum bæjarbrag um þessa hefðbundnu hátíðahelgi. Samkvæmt almennri umræðuhefð er lögreglan yfirleitt dregin til ábyrgðar þegar ómenning af þessu tagi gengur svo langt að hún veldur almennri hneykslan eða eigna og líkamstjón hlýst af. Svo bíða menn þess venjulega að sagan endurtaki sig. Að þessu sinni eru fregnir af þessari miklu samkomuhelgi með öðru sniði en endranær. Sérstaklega á þetta við um Akureyri. Þar varð sú breyting á eftir mörg ár að skuggi féll ekki á menningarlega reisn bæjarins. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Bæjaryfirvöld gripu til ráðstafana í samráði við lögreglu. Þær sýnast hafa skilað tilætluðum árangri. En þá ætlar allt um koll að keyra. Fádæmi er að forystu- og ábyrgðarmaður bæjarfélags sæti slíkum árásum sem bæjarstjórinn á Akureyri þarf nú að þola fyrir ekki stærri sök en að bæta bæjarbraginn. Yfirleitt er það skrílmennska tiltölulega fárra sem eyðileggur og spillir umhverfinu. Því fer fjarri að þetta fyrirbrigði sé bundið við Akureyri. Dómsmálaráðherra dró mjög skarpa og þarfa ályktun af nýbreytninni frá Akureyri þegar hann á heimasíðu sinni komst þannig að orði: „Besta leiðin til að auka næturöryggi í miðborg Reykjavíkur er að kalla alla til ábyrgðar. Vegna skynsamlegra varúðarráðstafana á Akureyri sögðust ýmsir hafa misst spón úr aski sínum. Viðleitni til að sporna við hömlulausum veitingarekstri í miðborginni kann að koma við buddu einhvers. Þar eru þó minni hagsmunir í húfi en öryggi borgaranna sem seint verður metið til fjár." Kjarni málsins er sá að á viðfangsefnum eins og þessum er ævinlega fleiri en ein hlið. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur verið barinn með frumreglum frelsishugtaksins. Þær eru að vísu bæði heiðarlegt og málefnalegt vopn í þessari umræðu. En engu er líkara en menn hafi með öllu gleymt því að hin hliðin á því góða hugtaki er: Ábyrgð. Í mannlegu samfélagi er frelsi án ábyrgðar ekki til. Sú ábyrgð sem fylgir frelsinu felur meðal annars í sér rétt þeirra sem hana bera til þess að láta dyggðasjónarmið hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Frelsishugtakið getur þar af leiðandi ekki vikið til hliðar rétti og jafnvel skyldu bæjaryfirvalda til þess að gæta að góðum bæjarbrag og allsherjarreglu. Þetta á sérstaklega við ef aðrir sem ábyrgð bera hafa ekki með viðunandi árangri gætt að hlutverki sínu í þeim efnum. Þeir eru líka fáir sem komið hafa ómenningaryfirbragði á miðborg Reykjavíkur. En við því þarf að bregðast. Dómsmálaráðherra hefur því lög að mæla þegar hann skírskotar til ábyrgðar allra sem þar koma við sögu. Ábyrgð þeirra verður heldur ekki slitin frá frelsinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun