Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng 11. ágúst 2007 00:01 Sol Squire, forstjóri Data Íslandia, stendur við svokallaðan „data scooter“, eða gagnakerru. Í kassanum eru harðir diskar með ógrynni af gögnum. Kassinn er síðan fluttur á milli landa með flugi, og gögnin komast til skila mun hraðar en með sæstreng. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn. Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma gögn nota ekki sæstreng til þess að flytja mikið magn af gögnum til og frá geymslunum. Að flytja gögn á sérútbúnum hörðum diskum með flugi er bæði fljótlegra og ódýrara, segir Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Íslandia. Hibernia Atlantic tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hygðist leggja sæstreng til Íslands sem verður tekinn í notkun í lok næsta árs. Auk þess ætla eignarhaldsfélagið E-Farice og fyrirtækið Tele Greenland að leggja hvort sinn sæstrenginn á næsta ári. Sol segir fréttir af lagningu nýrra sæstrengja vissulega vera góðar, en Data Íslandia notist ekki við sæstreng til þess að flytja gögn á milli. Fyrirtækið komst í fréttirnar í maí þegar áform þess um að byggja gagnageymslu í Sandgerðisbæ voru kynnt. „Staðreyndin er sú að fyrirtæki á gagnageymslumarkaðnum notast ekki við sæstrengi til þess að flytja mikið af gögnum," segir hann. „Við höfum þróað vöru í samvinnu við tölvufyrirtækið Hitachi þar sem gögnin eru sett á harða diska, þeim pakkað saman á sérstaka kerru og hún flutt með flugi." Jon Toigo, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Toigo Partners International og sérfræðingur í gagnageymslumálum, tekur undir með Sol. „Sæstrengur er allt of dýr og ber allt of lítið af gögnum til þess að vera raunhæfur möguleiki fyrir gagnageymslur." Hann segist hiklaust mæla með Íslandi sem góðum stað fyrir gagnageymslur við viðskiptavini sína. „Ég trúi því að í gagnageiranum muni Ísland vera jafn mikils metið og Sviss er í bankageiranum. Hvort sem fyrirtæki vilja minnka kolefnisnotkun eða lækka rafmagnsreikninginn þá er Ísland tilvalinn kostur. Umhverfisvæna orku sem er líka ódýr er sjaldgæft að finna."Hver er munurinn á gagnageymslu og netþjónabúi?Fyrirtæki í tvenns konar gagnatengdri starfsemi hafa sýnt áhuga á Íslandi, meðal annars vegna ódýru og grænu orkunnar og svala loftslagsins. Annars vegar er um að ræða gagnageymslur, og hins vegar netþjónabú eða gagnaveitur.Gagnageymslur sjá um að geyma mikið magn af gögnum fyrirtækja á öruggum stað. Gögnin geta til dæmis verið upplýsingar um alla viðskiptavini fyrirtækisins, skýrslur eða hreinlega afrit af öllum upplýsingum fyrirtækisins. Hugmyndin er að koma gögnunum í geymslu, þar sem hægt er að nálgast þau síðar ef með þarf.Í netþjónabúum er einnig unnið með gögn, en á allt annan hátt. Netþjónabú sjá um að halda utan um gögn fyrirtækja og deila þeim út til tölva. Í þessu tilfelli eru gögnin, sem gætu til dæmis verið vefsíður eða tölvupóstur, ekki sett í geymslu til að nálgast síðar, heldur er netþjónabúið notað til að miðla þeim um allan heim, allan sólarhringinn.
Tækni Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira