Ný hönnun byggð á gamalli arfleifð 20. ágúst 2007 02:45 Eflaust hringir nafnið Andersen & Lauth bjöllum í huga einhverra borgarbúa enda var þetta nafnið á fyrsta klæðskeraverkstæðinu í Reykjavík. Hjónakornin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir sem oft eru kennd við búðina GK hafa nú blásið nýju lífi í heitið og hanna draumkennda og fagra nýja fatalínu undir nafninu Andersen & Lauth. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við hjónakornin um þetta nýja verkefni. Á heimasíðu merkisins segir: „Andersen & Lauth er byggt á arfi fyrstu íslensku klæðskerabúðarinnar sem opnuð var árið 1934. Þetta er nútíma lína, byggð á gæðum og handverki með rætur í hinni lifandi lista- og tónlistarsenu Reykjavíkur." Það er greinilegt að hin gamla arfleifð er Gunna og Kollu kær og þau leggja áherslu á að koma fram við hana af virðingu. „Þegar mest var voru þrjár Andersen & Lauth búðir í Reykjavík og flaggskipsbúðin var staðsett á Vesturgötu. Hún var opnuð í kringum 1960 og var þá sú stærsta í Skandinavíu. Það fóru allir Íslendingar og keyptu jakkafötin sín þarna og meðal annars faðir minn þegar ég var skírður árið 1971," segir Gunnar. „Þetta átti djúpar rætur í samfélaginu, allt var framleitt hérna en klæðskeraiðnin blómstraði þegar enn voru innflutningshöft á fatnaði. Því miður hvarf þessi iðn nánast þegar höftunum var aflétt." Hjónin kynntu sumarlínu sína fyrir næsta ár á nýafstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og að sögn þeirra var hönnun þeirra undir hinu gamla heiti afskaplega vel tekið. „Dönum hefur tekist að koma á fót sterkri tískuviku enda er heimamarkaður þeirra einstaklega sterkur þó hann sé ekki svo stór. Í dönskum tískuvöruverslunum er um 80 prósent varanna úr heimalandinu, það er svo sterk hefð í þessum bransa. Í landinu eru margir skólar sem kenna fagið og hafa gert það í mörg ár, við erum rétt að byrja hér á Íslandi," segir Gunni en Andersen & Lauth fékk fjölda pantana frá verslunum alls staðar að úr heiminum. Aðspurð hvaðan þau fái innblástur í hönnunina segir Kolla hana vera ansi mismunandi. „Núna fyrir sumarlínuna leituðum við í ljóst og náttúrulegt. Við erum samt að halda áfram með þessa heildarmynd og byggjum á gömlu í bland við hreinar línur." Að sögn Gunna nota þau mikið vísanir í gamalt handverk og leggja mikla áherslu á falleg smáatriði í flíkunum en mikið af kvenmannsfötunum eru handgerð með fínlegum útsaumi. „Við fáum einnig mjög mikinn innblástur bara frá fólki og erum heppin að hitta fullt af áhugaverðu fólki í okkar starfi." Fyrir hverja línu hanna Gunni og Kolla einnig fallega bók þar sem hægt er að skoða fötin og skyggnast inn í draumkenndan heim Andersen & Lauth. Einnig er öll umgjörð, standar í sýningarrýmum í fjölmörgum borgum í þessum sama stíl og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Það hefur virkað vel að hafa þessa sömu stemningu gegnumgangandi í öllu og það vekur rosalega athygli og sker sig úr í hinu mikla framboði í þessum geira," segir Gunni og Kolla bætir við: „Fólki finnst skemmtilegt að geta gengið inn í eins konar ævintýraheim." Andersen & Lauth-flíkur hafa nú verið seldar í búðir um allan heim og í næstu viku munu þær verða fáanlegar á Íslandi. „Þær verða í versluninni Maiu og einnig í herradeildinni í Bask," segir Kolla. Aðspurð hvað taki nú við hjá þeim segja þau: „Nú förum við í það að klára að hanna haustlínu ársins 2008. Við þurfum að koma henni frá okkur fyrir lok september svo að öll sýnishornin verði tilbúin í desember. Þá byrjar boltinn aftur að rúlla, það þýðir ekkert að stoppa." Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Eflaust hringir nafnið Andersen & Lauth bjöllum í huga einhverra borgarbúa enda var þetta nafnið á fyrsta klæðskeraverkstæðinu í Reykjavík. Hjónakornin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir sem oft eru kennd við búðina GK hafa nú blásið nýju lífi í heitið og hanna draumkennda og fagra nýja fatalínu undir nafninu Andersen & Lauth. Borghildur Gunnarsdóttir spjallaði við hjónakornin um þetta nýja verkefni. Á heimasíðu merkisins segir: „Andersen & Lauth er byggt á arfi fyrstu íslensku klæðskerabúðarinnar sem opnuð var árið 1934. Þetta er nútíma lína, byggð á gæðum og handverki með rætur í hinni lifandi lista- og tónlistarsenu Reykjavíkur." Það er greinilegt að hin gamla arfleifð er Gunna og Kollu kær og þau leggja áherslu á að koma fram við hana af virðingu. „Þegar mest var voru þrjár Andersen & Lauth búðir í Reykjavík og flaggskipsbúðin var staðsett á Vesturgötu. Hún var opnuð í kringum 1960 og var þá sú stærsta í Skandinavíu. Það fóru allir Íslendingar og keyptu jakkafötin sín þarna og meðal annars faðir minn þegar ég var skírður árið 1971," segir Gunnar. „Þetta átti djúpar rætur í samfélaginu, allt var framleitt hérna en klæðskeraiðnin blómstraði þegar enn voru innflutningshöft á fatnaði. Því miður hvarf þessi iðn nánast þegar höftunum var aflétt." Hjónin kynntu sumarlínu sína fyrir næsta ár á nýafstaðinni tískuviku í Kaupmannahöfn og að sögn þeirra var hönnun þeirra undir hinu gamla heiti afskaplega vel tekið. „Dönum hefur tekist að koma á fót sterkri tískuviku enda er heimamarkaður þeirra einstaklega sterkur þó hann sé ekki svo stór. Í dönskum tískuvöruverslunum er um 80 prósent varanna úr heimalandinu, það er svo sterk hefð í þessum bransa. Í landinu eru margir skólar sem kenna fagið og hafa gert það í mörg ár, við erum rétt að byrja hér á Íslandi," segir Gunni en Andersen & Lauth fékk fjölda pantana frá verslunum alls staðar að úr heiminum. Aðspurð hvaðan þau fái innblástur í hönnunina segir Kolla hana vera ansi mismunandi. „Núna fyrir sumarlínuna leituðum við í ljóst og náttúrulegt. Við erum samt að halda áfram með þessa heildarmynd og byggjum á gömlu í bland við hreinar línur." Að sögn Gunna nota þau mikið vísanir í gamalt handverk og leggja mikla áherslu á falleg smáatriði í flíkunum en mikið af kvenmannsfötunum eru handgerð með fínlegum útsaumi. „Við fáum einnig mjög mikinn innblástur bara frá fólki og erum heppin að hitta fullt af áhugaverðu fólki í okkar starfi." Fyrir hverja línu hanna Gunni og Kolla einnig fallega bók þar sem hægt er að skoða fötin og skyggnast inn í draumkenndan heim Andersen & Lauth. Einnig er öll umgjörð, standar í sýningarrýmum í fjölmörgum borgum í þessum sama stíl og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Það hefur virkað vel að hafa þessa sömu stemningu gegnumgangandi í öllu og það vekur rosalega athygli og sker sig úr í hinu mikla framboði í þessum geira," segir Gunni og Kolla bætir við: „Fólki finnst skemmtilegt að geta gengið inn í eins konar ævintýraheim." Andersen & Lauth-flíkur hafa nú verið seldar í búðir um allan heim og í næstu viku munu þær verða fáanlegar á Íslandi. „Þær verða í versluninni Maiu og einnig í herradeildinni í Bask," segir Kolla. Aðspurð hvað taki nú við hjá þeim segja þau: „Nú förum við í það að klára að hanna haustlínu ársins 2008. Við þurfum að koma henni frá okkur fyrir lok september svo að öll sýnishornin verði tilbúin í desember. Þá byrjar boltinn aftur að rúlla, það þýðir ekkert að stoppa."
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“