Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. september 2025 16:30 Hekla Gaja og Rubina reka listrænu stofuna Big Boy. Þær voru meðal skipuleggjenda fyrir hátíðina RVK X. Aðsend Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Í fréttatilkynningu segir: „Viðburðurinn sameinar tísku, list og tónlist í eina heildstæða upplifun með það að markmiði að efla sýnileika íslenskrar menningar, styrkja stöðu hennar og endurvekja áhuga ungs fólks á innlendri list, hönnun, tónlist og menningu almennt. View this post on Instagram A post shared by @_rvk_x_ Skipuleggjendur voru Daníel Darri Björgólfsson, Rakel María Gísladóttir, Stormur Jón Kormákur Baltasarsson og skapandi listastofan BigBoy.“ Ögrandi og fyndin nálgun á karlmennsku Í ár var jafnframt metnaðarfull listasýning sem innihélt splunkuný verk sjö íslenskra listamanna. Þau voru Steinn Logi, Korkimon, Jón Sæmundur, Lóa Fenzy, Arnar Waage, Ragnheiður Íris og Þórsteinn Svanhildarson. Jón Sæmundur var meðal annars með þennan listaverkajakka á sýningunni.Aðsend „Með þessu hefur pop-up markaðurinn þróast úr því að vera eingöngu vettvangur fyrir tísku og hönnun í að verða lifandi og fjölbreyttur menningarvettvangur þar sem list og sköpun fá að njóta sín á nýstárlegan hátt,“ segja þær Hekla Gaja og Rubina Singh. Ólíkir listmiðlar mynda geggjaða heild á RVK X.Aðsend Hekla Gaja og Rúbína mynda saman teymið BigBoy sem þær útskýra sem svo: „BigBoy er skapandi stofa sem sérhæfir sig í listrænni stjórnun á ýmsum verkefnum með öflugri hugmyndafræði og sjónrænni stefnu. Nafnið BigBoy er meðvitað kaldhæðnislegt en jafnframt kraftmikið. Það vísar til hefðbundinnar tengingar valds og karlmennsku, en um leið er þeirri merkingu snúið við og henni gefið nýtt, opnara inntak sem byggir á valdeflingu, frumleika og fjölbreytileika. Nafnið er þannig bæði ögrandi og fyndið, það leikur sér með ímynd karlsins,“ segja stelpurnar. Mjög grúví uppsetning fyrir neðanjarðartónlistarhátíð.Aðsend Neðanjarðarfjör Um kvöldið var bílakjallara Grósku breytt í kröftugan neðanjarðar-tónleikastað fyrir tónlistarhátíðina RVK X. „Þar komu fram margir af fremstu tónlistarmönnum landsins og sköpuðu einstaka stemningu sem gestir munu seint gleyma. Á svið stigu Birnir, Inspector Spacetime, Young Nazareth og DJ ÓK sem fengu til liðs við sig Flóna, Aron Can, Joey Christ, Alösku1867 og Helga T. Tónleikarnir sameinuðu kraft, nýsköpun og menningarlega tjáningu á áhrifaríkan hátt með það að markmiði að ná til yngri kynslóða og hvetja þau til virkrar þátttöku í íslensku menningarlífi.“ RVK X sló í gegn!Aðsend Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Tónlist Tíska og hönnun Myndlist Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Viðburðurinn sameinar tísku, list og tónlist í eina heildstæða upplifun með það að markmiði að efla sýnileika íslenskrar menningar, styrkja stöðu hennar og endurvekja áhuga ungs fólks á innlendri list, hönnun, tónlist og menningu almennt. View this post on Instagram A post shared by @_rvk_x_ Skipuleggjendur voru Daníel Darri Björgólfsson, Rakel María Gísladóttir, Stormur Jón Kormákur Baltasarsson og skapandi listastofan BigBoy.“ Ögrandi og fyndin nálgun á karlmennsku Í ár var jafnframt metnaðarfull listasýning sem innihélt splunkuný verk sjö íslenskra listamanna. Þau voru Steinn Logi, Korkimon, Jón Sæmundur, Lóa Fenzy, Arnar Waage, Ragnheiður Íris og Þórsteinn Svanhildarson. Jón Sæmundur var meðal annars með þennan listaverkajakka á sýningunni.Aðsend „Með þessu hefur pop-up markaðurinn þróast úr því að vera eingöngu vettvangur fyrir tísku og hönnun í að verða lifandi og fjölbreyttur menningarvettvangur þar sem list og sköpun fá að njóta sín á nýstárlegan hátt,“ segja þær Hekla Gaja og Rubina Singh. Ólíkir listmiðlar mynda geggjaða heild á RVK X.Aðsend Hekla Gaja og Rúbína mynda saman teymið BigBoy sem þær útskýra sem svo: „BigBoy er skapandi stofa sem sérhæfir sig í listrænni stjórnun á ýmsum verkefnum með öflugri hugmyndafræði og sjónrænni stefnu. Nafnið BigBoy er meðvitað kaldhæðnislegt en jafnframt kraftmikið. Það vísar til hefðbundinnar tengingar valds og karlmennsku, en um leið er þeirri merkingu snúið við og henni gefið nýtt, opnara inntak sem byggir á valdeflingu, frumleika og fjölbreytileika. Nafnið er þannig bæði ögrandi og fyndið, það leikur sér með ímynd karlsins,“ segja stelpurnar. Mjög grúví uppsetning fyrir neðanjarðartónlistarhátíð.Aðsend Neðanjarðarfjör Um kvöldið var bílakjallara Grósku breytt í kröftugan neðanjarðar-tónleikastað fyrir tónlistarhátíðina RVK X. „Þar komu fram margir af fremstu tónlistarmönnum landsins og sköpuðu einstaka stemningu sem gestir munu seint gleyma. Á svið stigu Birnir, Inspector Spacetime, Young Nazareth og DJ ÓK sem fengu til liðs við sig Flóna, Aron Can, Joey Christ, Alösku1867 og Helga T. Tónleikarnir sameinuðu kraft, nýsköpun og menningarlega tjáningu á áhrifaríkan hátt með það að markmiði að ná til yngri kynslóða og hvetja þau til virkrar þátttöku í íslensku menningarlífi.“ RVK X sló í gegn!Aðsend
Sýningar á Íslandi Samkvæmislífið Tónleikar á Íslandi Tónlist Tíska og hönnun Myndlist Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira