Bíó og sjónvarp

Opið hús í Borgarleikhúsinu

Guðjón Pedersen verður með trúðslæti á morgun á Opnu húsi Borgarleikhússins.
Guðjón Pedersen verður með trúðslæti á morgun á Opnu húsi Borgarleikhússins.

Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Leikhússtjórinn, Guðjón Pedersen, skellir sér í trúðsgervi og rifjar upp gamla takta frá því hann starfaði í götuleikhúsinu Svart og sykurlaust sællar minningar. Það er langt síðan en hann hefur engu gleymt. Honum er ofar í minni að baka vöfflur og það ætlar hann að gera á sunnudag. Það eru ekki einu veitingarnar sem boðið verður upp á: kaffi verður á könnunni og krakkar fá djús.

Svo verður tónlist í boði í tvær samfelldar klukkustundir sem Geirfuglarnir flytja og er lagavalið sótt í forna og nýja verkefnaskrá Leikfélagsins. Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu. Leikarar og annað starfsfólk Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og Sönglistar, sem er skóli fyrir börn og unglinga, kynna dagskrá vetrarins og hægt verður að fylgjast með æfingu á Gosa og æfingu hjá Íslenska dansflokknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×