Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir 5. september 2007 00:01 Helgi Már Þórðarson Starfsmannastjóri CCP MYND/Valli „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira