Smyglskútan stefndi á fiskibát 21. september 2007 00:01 Smyglaraskútan stefndi á þennan fiskibát úti fyrir Austfjörðum í fyrrinótt. Mennirnir á skútunni svöruðu ekki kalli sjómannanna sem þurftu að víkja bátnum undan. Mynd/Hafþór Hreiðarsson Skipstjóri línubáts forðaði árekstri við smyglaraskútuna úti á opnu hafi í fyrrinótt og mátti ekki miklu muna að illa færi. „Þeir skriðu með síðunni á okkur," segir Ólafur Óskarsson, skipstjóri á línubátnum Kristínu GK sem í fyrrinótt forðaði árekstri við smyglaraskútuna sem gerð var upptæk á Fáskrúðsfirði í gær. Ólafur og áhöfn hans var norðan við Hvalbak þegar þeir urðu varir við skútuna sem stefndi beint á bát þeirra um klukkan eitt í fyrrinótt. „Við héldum að þetta væri trilla og reyndum að kalla en þeir önsuðu engu," segir Ólafur sem við svo búið kveðst hafa lýst upp aðkomufleyið með ljóskösturum og vikið bát sínum undan til að forða árekstri.„Við rétt smugum fram hjá." Að sögn Ólafs hélt skútan óbreyttri stefnu og stöðugri ferð allan tímann. „En við sáum engan ofanþilja," segir hann. Áhöfnin á Kristínu tók heldur ekki eftir einkennismerkjum skútunnar eða undir hvaða fána hún sigldi enda kveður Ólafur þá ekki hafa verið að velta því fyrir sér. Hann segir að á þessum árstíma sé mjög óvenjulegt að sjá slíkar skútur á ferð „svona langt út í rassgati", eins og hann orðar það. - gar Pólstjörnumálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Skipstjóri línubáts forðaði árekstri við smyglaraskútuna úti á opnu hafi í fyrrinótt og mátti ekki miklu muna að illa færi. „Þeir skriðu með síðunni á okkur," segir Ólafur Óskarsson, skipstjóri á línubátnum Kristínu GK sem í fyrrinótt forðaði árekstri við smyglaraskútuna sem gerð var upptæk á Fáskrúðsfirði í gær. Ólafur og áhöfn hans var norðan við Hvalbak þegar þeir urðu varir við skútuna sem stefndi beint á bát þeirra um klukkan eitt í fyrrinótt. „Við héldum að þetta væri trilla og reyndum að kalla en þeir önsuðu engu," segir Ólafur sem við svo búið kveðst hafa lýst upp aðkomufleyið með ljóskösturum og vikið bát sínum undan til að forða árekstri.„Við rétt smugum fram hjá." Að sögn Ólafs hélt skútan óbreyttri stefnu og stöðugri ferð allan tímann. „En við sáum engan ofanþilja," segir hann. Áhöfnin á Kristínu tók heldur ekki eftir einkennismerkjum skútunnar eða undir hvaða fána hún sigldi enda kveður Ólafur þá ekki hafa verið að velta því fyrir sér. Hann segir að á þessum árstíma sé mjög óvenjulegt að sjá slíkar skútur á ferð „svona langt út í rassgati", eins og hann orðar það. - gar
Pólstjörnumálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira