Þrír menn skipulögðu smyglið 22. september 2007 00:01 Heimili Bjarna Lögreglan gerði húsleit á heimili hans að Skúlaskeiði á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði.fréttablaðið/rósa Átta manns eru í haldi lögreglu í þremur löndum í tengslum við rannsókn á stórfelldu fíkniefnasmygli er upp komst um á Fáskrúðsfirði á fimmtudag. Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni fundust þá í skútu við höfnina á Fáskrúðsfirði sem siglt var til landsins frá Stavanger í Noregi, með viðkomu í Danmörku og Færeyjum. Pari í Danmörku, sem handtekið var í gær, hefur verið sleppt. Lítilræði af fíkniefnum fannst við húsleit á heimili fólksins en það er ekki talið tengjast skipulagningu smyglsins. Tveir menn í Færeyjum, 23 ára Íslendingur og 24 ára Dani, eru í haldi lögreglu en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum þeirra. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi á fimmtudag í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Skýrslutökur vegna málsins eru ekki langt komnar og rannsókn málsins er enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni. SkipuleggjendurnirFagurey í höfn í Sandgerði Lögreglan leitaði fíkniefna í bátnum Fagurey HF-21, sem er í eigu Bjarna Hrafnkelssonar, að morgni fimmtudags. Engin efni fundust í bátnum en lögreglan telur Bjarna vera einn þriggja manna sem standa á bak við smyglið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.fréttablaðið/rósaFimm eru enn í haldi lögreglunnar hér á landi, tveir í Færeyjum og einn í Noregi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára Hafnfirðingur, og bræðurnir Logi Freyr Einarsson, 30 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, taldir vera skipuleggjendur innflutningsins. Bjarni var árið 1994 dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þátttöku í innflutningi á hassi. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, báðir 25 ára, sigldu skútunni til landsins með efnin innanborðs. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Logi Freyr er í haldi norsku lögreglunnar en hann var handtekinn á heimili sínu í Stavanger um tvöleytið á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Ernst Rosenberg hjá norsku lögreglunni. Lögreglan gerði húsleit hjá Bjarna snemma morguns á fimmtudag, á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði. Lítilræði af kannabisefnum fannst á heimili hans en lögreglan leitaði einnig í báti Bjarna, Fagurey HF-21, þar sem hann lá við höfnina í Sandgerði. Engin efni fundust í bátnum. Einar Jökull Einarsson var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík en engin fíkniefni fundust þar. Bæði Bjarni og Einar Jökull hafa neitað sök og hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögreglan fylgst náið með þeim um margra mánaða skeið og byggði krafan um gæsluvarðhald til 18. október á því. Sterkt efni – mikið umfangAlls voru rúmlega 60 kíló af fíkniefnum í skútunni á Fáskrúðsfirði, þar af um fjórtán kíló af e-töfludufti, um 1.800 e-töflur og 45 kíló af amfetamíndufti. Fyrstu athuganir á efninu leiddu í ljós að það væri mjög hreint, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Forsvarsmenn lögreglunnar buðu blaðamönnum að spyrja út í málið á blaðamannafundi en svöruðu engri spurningu efnislega vegna rannsóknarhagsmuna, þar á meðal hvar talið væri að amfetamínið væri upprunnið. Lögreglan hefur þegar gert fimm húsleitir á Íslandi vegna málsins, þar á meðal í bátum í Reykjavíkurhöfn og í Sandgerðishöfn. Skútan sem efnin fundust í var flutt í gær landleiðina frá Fáskrúðsfirði til höfuðborgarsvæðisins til frekari rannsókna. Var komið með hana suður í gærkvöldi. Skútan var leigð í Noregi en kaupverð nýrrar slíkrar er um sex milljónir króna. Vinna enn erlendisÍslenskir lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis undanfarna mánuði og munu gera það áfram. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hóf lögreglan að rannsaka málið í fyrra en það hefur verið unnið í samvinnu við lögregluyfirvöld í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, og Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari hafa borið hitann og þungann af rannsókninni, að því er fram kom í máli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í gær. Meira en sjötíu manns tóku þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði á fimmtudagsmorgun. Lögregluyfirvöld í Danmörku, Noregi og Færeyjum voru þá í viðbragðsstöðu en samþætting íslenskra og erlendra lögreglustofnana var í höndum Arnars Jenssonar, fulltrúa Íslands í höfuðstöðvum Europol. Hann hefur starfað þar frá því um áramót. magnush@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Átta manns eru í haldi lögreglu í þremur löndum í tengslum við rannsókn á stórfelldu fíkniefnasmygli er upp komst um á Fáskrúðsfirði á fimmtudag. Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni fundust þá í skútu við höfnina á Fáskrúðsfirði sem siglt var til landsins frá Stavanger í Noregi, með viðkomu í Danmörku og Færeyjum. Pari í Danmörku, sem handtekið var í gær, hefur verið sleppt. Lítilræði af fíkniefnum fannst við húsleit á heimili fólksins en það er ekki talið tengjast skipulagningu smyglsins. Tveir menn í Færeyjum, 23 ára Íslendingur og 24 ára Dani, eru í haldi lögreglu en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum þeirra. Þeir voru handteknir rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi á fimmtudag í nágrenni Þórshafnar, höfuðstaðar Færeyja. Skýrslutökur vegna málsins eru ekki langt komnar og rannsókn málsins er enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni. SkipuleggjendurnirFagurey í höfn í Sandgerði Lögreglan leitaði fíkniefna í bátnum Fagurey HF-21, sem er í eigu Bjarna Hrafnkelssonar, að morgni fimmtudags. Engin efni fundust í bátnum en lögreglan telur Bjarna vera einn þriggja manna sem standa á bak við smyglið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.fréttablaðið/rósaFimm eru enn í haldi lögreglunnar hér á landi, tveir í Færeyjum og einn í Noregi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára Hafnfirðingur, og bræðurnir Logi Freyr Einarsson, 30 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, taldir vera skipuleggjendur innflutningsins. Bjarni var árið 1994 dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þátttöku í innflutningi á hassi. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, báðir 25 ára, sigldu skútunni til landsins með efnin innanborðs. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Logi Freyr er í haldi norsku lögreglunnar en hann var handtekinn á heimili sínu í Stavanger um tvöleytið á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Ernst Rosenberg hjá norsku lögreglunni. Lögreglan gerði húsleit hjá Bjarna snemma morguns á fimmtudag, á sama tíma og umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram á Fáskrúðsfirði. Lítilræði af kannabisefnum fannst á heimili hans en lögreglan leitaði einnig í báti Bjarna, Fagurey HF-21, þar sem hann lá við höfnina í Sandgerði. Engin efni fundust í bátnum. Einar Jökull Einarsson var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík en engin fíkniefni fundust þar. Bæði Bjarni og Einar Jökull hafa neitað sök og hafa kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögreglan fylgst náið með þeim um margra mánaða skeið og byggði krafan um gæsluvarðhald til 18. október á því. Sterkt efni – mikið umfangAlls voru rúmlega 60 kíló af fíkniefnum í skútunni á Fáskrúðsfirði, þar af um fjórtán kíló af e-töfludufti, um 1.800 e-töflur og 45 kíló af amfetamíndufti. Fyrstu athuganir á efninu leiddu í ljós að það væri mjög hreint, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Forsvarsmenn lögreglunnar buðu blaðamönnum að spyrja út í málið á blaðamannafundi en svöruðu engri spurningu efnislega vegna rannsóknarhagsmuna, þar á meðal hvar talið væri að amfetamínið væri upprunnið. Lögreglan hefur þegar gert fimm húsleitir á Íslandi vegna málsins, þar á meðal í bátum í Reykjavíkurhöfn og í Sandgerðishöfn. Skútan sem efnin fundust í var flutt í gær landleiðina frá Fáskrúðsfirði til höfuðborgarsvæðisins til frekari rannsókna. Var komið með hana suður í gærkvöldi. Skútan var leigð í Noregi en kaupverð nýrrar slíkrar er um sex milljónir króna. Vinna enn erlendisÍslenskir lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis undanfarna mánuði og munu gera það áfram. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hóf lögreglan að rannsaka málið í fyrra en það hefur verið unnið í samvinnu við lögregluyfirvöld í Noregi, Danmörku, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild, Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar, og Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari hafa borið hitann og þungann af rannsókninni, að því er fram kom í máli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í gær. Meira en sjötíu manns tóku þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði á fimmtudagsmorgun. Lögregluyfirvöld í Danmörku, Noregi og Færeyjum voru þá í viðbragðsstöðu en samþætting íslenskra og erlendra lögreglustofnana var í höndum Arnars Jenssonar, fulltrúa Íslands í höfuðstöðvum Europol. Hann hefur starfað þar frá því um áramót. magnush@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira