Vanhæfir stjórnendur Ögmundur Jónasson skrifar 29. október 2007 00:01 Stjórnendur hjá ríkisstofnunum tóku nýlega þátt í könnun á eigin vegum, að því er mér skilst, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri meiri völd til að ráðskast með réttindi og kjör starfsmanna. Þar með ættu þeir að geta rekið fólk skýringalaust ef svo bæri undir. Þar er átt við að losna þurfi við svokallað lögbundið áminningaferli við uppsagnir. Það felur það í sér að ef reka á starfsmann þurfi að veita honum viðvörun og gefa kost á því að leiðrétta hugsanlegan misskilning eða bæta sig í starfi ef viðkomandi hefur ekki staðið sig í stykkinu. Þetta ferli er til þess að koma í veg fyrir geðþóttastjórnun og jafnframt tryggja sjálfsögð mannréttindi á vinnustað. Sú ranghugmynd hefur lengi verið á sveimi um opinbera starfsmenn, að við þeim sé ekki hægt að hrófla hvað sem á gengur. Fyrir það fyrsta taka vinnustaðir iðulega breytingum í samræmi við breyttar aðstæður. Þá er hægt að ráðast í skipulagsbreytinar og hreinlega leggja niður störf. Viðkomandi starfsmaður átti við slíkar aðstæður rétt á svokölluðum biðlaunum í bætur, sex mánuði eða tólf eftir starfsaldri viðkomandi. Biðlaunarétturinn gildir þó aðeins fyrir þá sem voru í starfi fyrir 1997 því þá var þessi réttur afnumin illu heilli. Í annan stað er hægt að segja fólki upp störfum en þá með skýringum sem eiga að þola dagsljósið. Í rauninni snýst þetta fyrst og fremst um að fólk tali saman og að á stjórnanda hvíli skyldur, ekki síður en starfsmanni. Í þriðja lagi er þess að geta, að hafi starfsmaður brotið alvarlega af sér er brottrekstur heimill. Ef um er að ræða samskiptavanda á vinnustað getum við ekki gefið okkur að sökin sé starfsmannsins, stjórnandinn gæti verið vandamálið. Ég þekki fjölda vandaðra stjórnenda hjá hinu opinbera, sem líður ágætlega við það lagalega og samningsbundna umhverfi sem þeim er búið. Skyldu það vera vanhæfustu stjórnendurnir sem mest ásælast aukin völd?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnendur hjá ríkisstofnunum tóku nýlega þátt í könnun á eigin vegum, að því er mér skilst, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri meiri völd til að ráðskast með réttindi og kjör starfsmanna. Þar með ættu þeir að geta rekið fólk skýringalaust ef svo bæri undir. Þar er átt við að losna þurfi við svokallað lögbundið áminningaferli við uppsagnir. Það felur það í sér að ef reka á starfsmann þurfi að veita honum viðvörun og gefa kost á því að leiðrétta hugsanlegan misskilning eða bæta sig í starfi ef viðkomandi hefur ekki staðið sig í stykkinu. Þetta ferli er til þess að koma í veg fyrir geðþóttastjórnun og jafnframt tryggja sjálfsögð mannréttindi á vinnustað. Sú ranghugmynd hefur lengi verið á sveimi um opinbera starfsmenn, að við þeim sé ekki hægt að hrófla hvað sem á gengur. Fyrir það fyrsta taka vinnustaðir iðulega breytingum í samræmi við breyttar aðstæður. Þá er hægt að ráðast í skipulagsbreytinar og hreinlega leggja niður störf. Viðkomandi starfsmaður átti við slíkar aðstæður rétt á svokölluðum biðlaunum í bætur, sex mánuði eða tólf eftir starfsaldri viðkomandi. Biðlaunarétturinn gildir þó aðeins fyrir þá sem voru í starfi fyrir 1997 því þá var þessi réttur afnumin illu heilli. Í annan stað er hægt að segja fólki upp störfum en þá með skýringum sem eiga að þola dagsljósið. Í rauninni snýst þetta fyrst og fremst um að fólk tali saman og að á stjórnanda hvíli skyldur, ekki síður en starfsmanni. Í þriðja lagi er þess að geta, að hafi starfsmaður brotið alvarlega af sér er brottrekstur heimill. Ef um er að ræða samskiptavanda á vinnustað getum við ekki gefið okkur að sökin sé starfsmannsins, stjórnandinn gæti verið vandamálið. Ég þekki fjölda vandaðra stjórnenda hjá hinu opinbera, sem líður ágætlega við það lagalega og samningsbundna umhverfi sem þeim er búið. Skyldu það vera vanhæfustu stjórnendurnir sem mest ásælast aukin völd?Höfundur er formaður BSRB.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun