
Enski boltinn
Ívar er fyrirliði Reading

Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford.