Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri.
Paul Scholes skoraði bæði mörk Man. Utd. í leiknum og kom þeim yfir eftir að James Milner hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Newcastle. Heimamenn voru baráttuglaðir og náðu að jafna á 74. mínútu. Þar var að verki David Edgar.