Landhelgisgæslan mun þurfa að láta ræsa út flugumferðarstjóra til að manna flugturninn í Reykjavík, ef senda þarf þyrlu í neyðarútkall. Ekki mun vera ætlast til að gæslan kalli út flugumferðarstjóra vegna æfingaflugs, þannig að það liggur niðri á meðan Flugstoðir og flugumferðarstjórar hafa ekki náð samkomulagi. Þá liggur allt einkaflug og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli niðri.
Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort Icelandair má skrá Reykjavíkurflugvöll sem varavöll við þessar aðstæður. Flugfélag Íslands reiknar með að geta haldið uppi innanlandsflugi samkvæmt áætlun í dag.