Innlent

Kauphöllin fær nýtt nafn á föstudag

MYND/Stefán

Kauphöll Íslands tekur upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi frá og með 5. janúar í framhaldi af því að rekstur hallarinnar er orðinn hluti af rekstri hinnar norrænu OMX-kauphallar. Þessi breyting verður sýnileg á vef Kauphallarinnar á föstudaginn. Fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni að frá og með 3. janúar verði isec-markaðurinn hluti af First North hliðarmarkaði OMX.

Reglur á markaðnum eru í megindráttum þær sömu og giltu um isec-markaðinn en þó hefur orðið sú breyting að félög á First North skulu hafa viðurkenndan ráðgjafa (e. Certified Advisor) sér til halds og trausts við skráningu og þegar viðvarandi upplýsingaskylda á markaðnum tekur við. Núverandi félög á First North Iceland hafa sex mánuði til að aðlagast þessari breytingu.

Frekari breytingar fylgja inngöngu Kauphallarinnar í OMX Nordic Exchange síðar á árinu, þar á meðal verða íslensk félög skráð á samræmdan Nordic-kauphallarlista frá 2. apríl 2007 og þau verða sama dag tekin inn í vísitölur OMX.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×