Hreyfiskynjari í iðnaðarfyrirtæki í Kópavogi gaf í nótt til kynna að einhver væri á ferð inni í fyrirtækinu, sem átti að vera mannlaust.
Lögregla kom á vettvang til að góma hinn óboðna gest, sem reyndist vera vélmenni, sem var í óða önn að hreinsa gólfin, eins og fyrir það hafði verið lagt. Ekkert varð þvi úr handtöku.