Áhætta í evrulaunum 8. janúar 2007 18:30 Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum. Fréttir Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum.
Fréttir Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira