Háskólinn stefnir hátt 12. janúar 2007 23:36 Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Háskóli Íslands er á þröskuldi þess að komast á lista yfir 500 bestu háskóla í heimi og verður kominn þangað innan fárra ára. Miklu lengra er þar til skólinn mun eiga möguleika á að komast í hóp þeirra hundrað bestu, eins og rektor hefur gert að markmiði sínu. Myndskeiðið er viðtal við Ágúst H. Ingþórsson, forstöðumann rannsóknarþjónustu HÍ, sem Svavar Halldórsson fréttamaður tók. Fjölmargar úttektir, listar og samantektir eru til um gæði háskóla og æðri menntunnar, en einna mest er þó vísað til svokallaðs Shanghæ-lista. Samkvæmt honum eru nokkrir þættir sem taka þarf tillit til við gæðamatið og vægi þessara þátta er mismikið. Kennslan er til dæmis metin eftir því hversu margir Nóbels- eða Fields-stærðfræðiverðlaunahafar hafa gengið í viðkomandi skóla. Einnig skiptir miklu máli hversu margir verðlaunahafar kenna eða stunda þar rannsóknir og líka hversu mikið er vísað til þeirra í verkum annara fræðimanna. Þá eru birtar greinar í hinum þekktu vísindaritunum Nature og Science talinn mikilvægur mælikvarði á grósku rannsókna. Sem og auðvitað allar aðrar ritrýndar greinar og bækur. Loks telur stærð háskólanna að nokkru. Aðeins þrjú lönd ná skólum inn á topp 20 listann og eins og sést eru bandarískir háskólar í algjörum sérflokki. 17 af 20 bestu háskólunum eru bandarískir. En hver skyldi síðan vera allra besti háskóli í heimi? Jú, Harvard háskóli í Bandaríkjunum er bestur og Cambridge á Englandi er í öðru sæti en flestir skólarnir sem á eftir koma samkvæmt Sjanghæ-röðuninni eru vestan hafs þótt hinn fornfrægi Oxford háskóli nái reyndar tíunda sætinu. Þótt Háskóli Íslands stefni nú ekki alveg svona hátt hefur Kristín Ingólfsdóttir rektor lýst þeirri stefnu að skólinn komist í hóp hundrað bestu háskóla í heimi og er samningur þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá í gær hugsaður sem skref í þá átt. Hér er svo hægt að nálgast listann yfir bestu háskóla í heimi.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira