Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að ekki verði kosið um fyrirhugað álver í Helguvík, eins og samtökin Sól á Suðurnesjum hefur krafist. Árni segir í samtali við Morgunblaðið að tvær skoðanakannanir hafi verið gerðar á síðasta ári, sem sýni 77 prósent stuðning við álverið.
Hann telur aðstæður á Suðurnesjum vera gjörólíkar því sem er í Hafnarfirði, þar sem menn hafi fyrst og fremst áhyggjur af nálægð við íbúðabyggð. Fyrirhugað álver í Helguvík hafi, eftir umræður verið fært fjær íbúðabyggð og sé nú á kjörstað.
Auk þess hafi Suðurnes upplifað mestu fjöldauppsagnir í sögu þjóðarinnar, þegar varnarliðið hvarf á brott, og fjöldi fólks bíði eftir að fá örugg og vel launuð störf.