Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select 17. janúar 2007 13:40 MYND/Hörður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira