Skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsstungu við Select 17. janúar 2007 13:40 MYND/Hörður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust. Maðurinn var þar ásamt félaga sínum aðfaranótt sunnudagsins 10. september og kom til átaka milli hans og annars manns á bensínstöðinni. Þegar öryggisvörðurinn hafði afskipti af þeim dró ákærði upp lítinn hníf og stakk hann og kýldi hann í andlitið. Félagi mannsins kom honum einnig til aðstoðar og kýldi öryggisvörðinn þannig að hann hlaut sár í andlitið.Árásarmennirnir flýðu af vettvangi en gáfu sig fram eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim úr öryggismyndavél við bensínssstöðina í fjölmiðlum.Fyrir dómi viðurkenndi unglingurinn að hafa stungið öryggisvörðinn en bar meðal annars við minnisleysi sökum ölvunar. Sagðist hann ekki hafa áttað sig á að maðurinn sem hann stakk væri öryggisvörður.Við ákvörðun refsingar var horft til þess að unglingurinn hefði ekki gerst áður brotlegur við lög og að hann hefði gefið sig fram við lögreglu, játað á sig verknaðinn og greitt öryggisverðinum bætur. Þá er litið til þess í dómnum að ákærði brá ekki hnífnum á loft fyrr en öryggisvörðurinn hafði fellt hann til jarðar og hvíldi þar ofan á honum af talsverðum þunga og þess að myndupptaka bar ekki með sér að ákærði hefði haft styrkan og einbeittan vilja til að stinga manninn með hnífnum.Þótti því þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára hæfileg refsing. Auk þess ber honum að greiða ríflega 300 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira