Auðvelt að dylja slóð sína á netinu 18. janúar 2007 18:25 Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira