VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu 24. janúar 2007 21:45 Álverið í Straumsvík. MYND/Vísir Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. Í tilkynningunni segir að „Hið sanna í málinu er að fulltrúar VG hafa ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, komið að skipulagsvinnu sem meðal annars lýtur að starfs- og mengunarskilyrðum stóriðju innan bæjarmarkanna. VG hefur hins vegar tekið afdráttarlausa afstöðu gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi afstaða hefur ítrekað komið fram af hálfu fulltrúa VG innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og annars staðar á opinberum vettvangi. Þetta er bæjarstjóra Hafnarfjarðar fullkunnugt um. Fréttaflutningur í dag 24.janúar á rætur að rekja til fréttamannafundar sem efnt var til í dag þar sem bæjarstjóri tekur þá afstöðu að rangtúlka álit starfshóps skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um hugsanlega stækkun álbræðslunnar, Alcan og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í hag. Bæjarstjórinn setur samasemmerki á milli deiliskipulagsvinnu annars vegar og fylgispektar við stækkun álbræðslunnar hins vegar. Það sýnir hve fráleit þessi tenging er í kosningum um stækkunina. Afstaða VG hefur verið og er að kjósendur eigi að standa frammi fyrir skýrum valkostum um þetta mikilvæga mál og kjósa um stækkun álbræðslunnar en ekki deiliskipulag." Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna. Í tilkynningunni segir að „Hið sanna í málinu er að fulltrúar VG hafa ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, komið að skipulagsvinnu sem meðal annars lýtur að starfs- og mengunarskilyrðum stóriðju innan bæjarmarkanna. VG hefur hins vegar tekið afdráttarlausa afstöðu gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þessi afstaða hefur ítrekað komið fram af hálfu fulltrúa VG innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og annars staðar á opinberum vettvangi. Þetta er bæjarstjóra Hafnarfjarðar fullkunnugt um. Fréttaflutningur í dag 24.janúar á rætur að rekja til fréttamannafundar sem efnt var til í dag þar sem bæjarstjóri tekur þá afstöðu að rangtúlka álit starfshóps skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um hugsanlega stækkun álbræðslunnar, Alcan og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar í hag. Bæjarstjórinn setur samasemmerki á milli deiliskipulagsvinnu annars vegar og fylgispektar við stækkun álbræðslunnar hins vegar. Það sýnir hve fráleit þessi tenging er í kosningum um stækkunina. Afstaða VG hefur verið og er að kjósendur eigi að standa frammi fyrir skýrum valkostum um þetta mikilvæga mál og kjósa um stækkun álbræðslunnar en ekki deiliskipulag."
Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent