Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir tónleikum með tilstyrk Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum klukkan sextán í dag, á opinberum fæðingardegi Mozarts. Laufey hefur um árabil staðið fyrir tónleikum á þessum degi. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í dag að tónleikarnir væru á morgun.
Sigurður Ingvi Snorrason mun fjalla lítilega um tónskáldið en svo mun valinkunnur hópur flytja verk meistarans, á Kjarvalsstöðum klukkan 16 í dag.