Ívar Ingimarsson er á varamannabekk Reading sem heimsækir topplið ensku 1. deildarinnar, Birmingham, í ensku bikarkeppninn í dag. Reading stillir upp hálfgerðu varaliði í leiknum en Ívar er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í leikjum dagsins. Leikur Tottenham og Southend er sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 15.
Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki leikið með Reading vegna meiðsla og þá er Heiðar Helguson í banni og kemur því ekki til greina í lið Fulham sem tekur á móti Stoke. Vincenzo Montella leysir Heiðar af í framlínu Fulham í dag.