Erlent

15 látnir og 55 slasaðir

Fólk stendur hjálparlaust á vettvangi eftir sprenginguna.
Fólk stendur hjálparlaust á vettvangi eftir sprenginguna. MYND/AP

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og 55 slösuðust í tveimur sjálfsmorðsárásum í austurhluta Bagdad í Írak í morgun. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima og eins og undanfarnar sprengjur, nálægt markaði.

Röð árása hefur verið gerð á markaði í Bagdad undanfarna viku. Sú skæðasta tók 88 líf. Árásirnar eiga sér stað þrátt fyrir að fyrsti hópur viðbótarhermanna hafi þegar komið sér fyrir í Bagdad en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlaði þeim að binda endi á ofbeldisölduna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×