Blóðug átök á heimastjórnarsvæðunum 27. janúar 2007 18:45 Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans. Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans.
Fréttir Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira