Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði 28. janúar 2007 13:08 Frank Rijkaard og Ronaldinho eru mestu mátar og styður hollenski þjálfarann stjörnuleikmann sinn fram í rauðan dauðann. MYND/AFP Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Ronaldinho viðurkenndi það sjálfur í síðustu viku að hann hefði oft verið í betra formi, en slök frammistaða hans í síðustu leikjum Barcelona hefur orðið til þess að kynda undir orðróm þess efnis að hann sé á förum frá félaginu. AC Milan, Chelsea og nokkur félög í Bandaríkjunum eru sögð reiðubúin að greiða fúlgur fjár fyrir leikmanninn en Rijkaard segir af og frá að Ronaldinho verði seldur. "Ronaldinho er ennþá lykilmaður fyrir okkur. Hann er líka hluti af liðinu og það verður að horfa á málið frá þeirri hlið. Ef að liðið er að spila illa, þá er það ekki bara vegna þess að einn leikmaður er að spila illa," sagði Rijkaard og átti þar við Ronaldinho. "Ég skil ekki allan þennan æsing. Þið ættuð að horfa á hvað hann er búinn að leggja upp mörg mörk á tímabilinu. Og hvað er hann búinn að skora mörg mörk? Hvað hefur hann unnið marga leiki fyrir okkur? Látið okkur í friði og gefið okkur tækifæri á að koma hlutunum í rétt lag," sagði Rijkaard argur á blaðamannafundi fyrir leik Barcelona og Celta Vigo í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl. 18.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira