Leyniviðaukar ræddir á Alþingi 28. janúar 2007 18:30 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira