Komst upp úr djúpum pytti
Ungri konu tókst með miklu harðfylgi að komast út úr bíl sínum og ofan úr djúpum pytti, sem bíllinn hafði hafnað ofan í, við Arnarnesveg á ellefta tímanum í gærkvöldi. Talsvert vatn var í pyttinum, sem bíllinn fór ofan í, og verður reynt að ná honum upp í birtingu.