Sögusagnir um að Sienna Miller og Hayden Christensen hafi notið ásta fyrir framan myndavélarnar í myndinni „Factory Girl" virðast vera sannar. Dagblaðið New York Daily News sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Blaðið sagði fyrst frá þessu fyrr í vikunni. Sienna neitaði þá að hún hefði notið ásta með Hayden fyrir framan myndavélarnar. Blaðið sagði síðan frá því í dag að eftir að hafa horft vel á myndina, ramma fyrir ramma, væri augljóst að Sienna og Hayden væru ekki að leika.
Þess má geta að þegar Sienna var fyrst spurð út í kynlífssenuna í kvikmyndinni stóð hún við hliðina á foreldrum sínum.
Sienna svaf hjá Hayden
