Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum.
Fyrr í dag skutu óþekktir árásarmenn klasasprengjum að húsum í höfuðborginni Mogadishu. Átta manns slösuðust í árásinni samkvæmt fregnum lögreglu en íbúi á svæðinu sagði að tvö börn hefðu þar að auki látið lífið í árásinni.