Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum.
Lögregla tók eftir skiltunum og grunaði að um sprengjur væri að ræða og neyðarástandi var lýst yfir í borginni. Kostnaðurinn við það var rúmlega hálf milljón dollara. Turner fjölmiðlafyrirtækið, sem á Cartoon Network, greiddi allan kostnað og gaf Boston þar að auki milljón dollara í miskabætur.