LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum 10. febrúar 2007 18:45 Það vilja allir spila með sama liði og David Beckham. MYND/AFP Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira