Jóni Gerald Sullenberger var vísað úr dómssal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fór þess á leit við dómarann. Lögmaður Jóns Geralds, Brynjar Níelsson, mótmælti því, en Arngrímur Ísberg dómari sagði: "Það verður ekki deilt við dómarann, Jón Gerald verður að víkja úr sal."
Í kjölfarið tók Gestur til við að gagnspyrja Jón Ásgeir um ákæruliði 2-9. Þess má geta að Jón Gerald er ekki boðaður til yfirheyrslu fyrr en 22. febrúar.